Verðlaunaafhending

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Verðlaunaafhending

Kaupa Í körfu

NÝVERIÐ lauk hinum árlega verðlaunaleik "Skjóttu á úrslitin í Formúlu 1" á mbl.is. Að venju var til veglegra verðlauna að vinna og þátttaka því góð. Rétt eins og í sjálfum kappakstrinum er þó aðeins einn sem í lok keppnistímabils stendur uppi sem sigurvegari og í ár var það Grímur Lúðvíksson sem reyndist getspakastur og hlaut hann að launum glæsilega fartölvu frá Opnum kerfum. Á myndinni eru frá vinstri Arna María Gunnarsdóttir frá Opnum kerfum, sigurvegarinn Grímur Lúðvíksson, Kristín, dóttir Gríms, og Jón Agnar Ólason á markaðsdeild Morgunblaðsins. Morgunblaðið óskar Grími hjartanlega til hamingju með frammistöðuna og þakkar um leið öllum þeim fjölmörgu sem skutu á úrslitin á mbl.is nú í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar