Systur heimsækja Höfða
Kaupa Í körfu
ÞAÐ var tilfinningaþrungin stund þegar systurnar Eleane Reed og Chris Conner heimsóttu Höfða í gær, en þær eru dætur hjónanna George og Minnie Piddington sem bjuggu og störfuðu í Höfða undir lok fimmta áratugar síðustu aldar. Þau hjónin unnu sem bílstjóri og ráðskona hjá breska sendiráðinu, en Höfði var bústaður breska sendiherrans á árabilinu 1938 til 1952, allt þar til sendiráðið seldi Höfða og flutti í núverandi húsnæði við Laufásveg. "Það er ótrúlegt að vera hérna í húsinu vitandi að hér hafi pabbi og mamma búið og unnið," sagði Eleane Reed og Chris Conner bætti við: "Að horfa út um gluggann og sjá sömu fjöll og sama haf og þau sáu á sínum tíma." MYNDATEXTI: Gjöf - Júlíus Vífill Ingvarsson ásamt Eleane og Colin Reed og Alan og Chris Conner. Systurnar færðu Reykjavíkurborg tuttugu ljósmyndir til eignar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir