Bruni í Ferjubakka

Sverrir Vilhelmsson

Bruni í Ferjubakka

Kaupa Í körfu

HVERN gæti grunað að einn íbúðarbruni geti leyst úr læðingi um 30 MW orku, eða sem svarar um 10% af afli Búrfellsvirkjunar? Þetta er staðreynd sem fæstir geta ímyndað sér að sögn Björns Karlssonar brunamálastjóra. Hann bætir við að fæstir geri sér heldur grein fyrir hversu gífurlega hratt eldur getur breiðst út í venjulegri íbúð. Hann hefur borið vitni í dómsmálum í erlendis vegna eldsvoða og hefur brugðið upp ljósmyndum í dómsal, fyrst af eldi á byrjunarstigi í einni gardínu og síðan alelda herberginu. Síðan spyr hann dóminn hvað hugsanlegt sé að þarna líði langur tími á milli. MYNDATEXTI: Bruni - Slökkviliðsmenn að störfum við Ferjubakka í fyrrakvöld. Allt að 30 MW orka getur losnað úr læðingi í einum íbúðarbruna og býður slökkviliðið ávallt upp á þá þjónustu að meta brunavarnir í fjölbýlishúsum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar