Sigurður Pálsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurður Pálsson

Kaupa Í körfu

"SÝNINGIN kom út úr námskeiði sem Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving héldu hjá okkur en þar var fjallað um frásagnartækni og hvernig fólk segir sögur," segir Sigurður H. Pálsson formaður áhugaleikfélagsins Hugleiks um sýninguna Einu sinni var... sem Hugleikur sýnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. "Það eru tólf manns í sýningunni sem koma fram hver á fætur öðrum og segja sögur sem eiga það allar sammerkt að fjalla um einhverja forfeður þess sem segir söguna. Þetta eru gjarnan örlagasögur og það er nokkuð gegnumgangandi að ef þessi saga hefði ekki gerst þá væri sá sem segir hana ekki til." Sigurður segir sjálfur eina sögu um það hvernig afi hans og amma kynntust. MYNDATEXTI: Sagnaþulur - Sigurður H. Pálsson segir sögu um forfeður sína í Einu sinni var..., sýningu Hugleiks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar