Fundur um málefni aldraðra

Eyþór Árnason

Fundur um málefni aldraðra

Kaupa Í körfu

AÐSTANDENDUR aldraðra vilja að ríkisvaldið skili 3 milljörðum af fé sem lagt hefur verið í Framkvæmdasjóð aldraða en hefur farið í önnur verkefni en nýbyggingu hjúkrunarheimila. Að sögn Reynis Ingibjartssonar formanns AFA, Aðstandenda aldraðra, en blaðamannafundur var haldinn í gær til kynningar á baráttumálum aðstandenda, eru nú 300 aldraðir í brýnni þörf fyrir úrræði og mjög alvarlegur skortur er á úrræðum fyrir Alzheimersjúklinga, bæði í bráð og lengd. "Landsmenn hafa greitt í Framkvæmdasjóð aldraða í 25 ár og lengst af hafa 30-40% af fénu farið í aðra hluti en nýbyggingar," segir Reynir. MYNDATEXTI: Gagnrýni - Aðstandendur aldraðra hafa gagnrýnt að mjög takmarkað aukafjármagn eigi að leggja í heimaþjónustu og umönnun, þótt allir tali um að aldrað fólk eigi að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar