Lóð við Tryggvagötu

Lóð við Tryggvagötu

Kaupa Í körfu

UNGMENNAFÉLAG Íslands áformar að reisa nýjar höfuðstöðvar á lóðinni við Tryggvagötu 13 í miðborg Reykjavíkur, en samþykkt var á borgarráðsfundi í gær að félagið fengi að byggja á lóðinni. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir að um þrjú ár séu liðin frá því að sú hugmynd kom upp innan félagsins að byggja nýjar höfuðstöðvar. "Samtökin verða eitt hundrað ára á næsta ári og við höfum áhuga á því að byggja æskulýðs- og menningarhús," segir hann. Vonir standi til þess að hægt verði að taka húsið í notkun vorið 2008. MYNDATEXTI: UMFÍ í miðborgina - Samtökin vilja að í nýja húsinu verði mikið líf og að almenningur geti sótt þangað og notið ýmissa hluta, eins og tafls og dans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar