Pólitísk vefsíða

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Pólitísk vefsíða

Kaupa Í körfu

ÁHUGAHÓPUR um stjórnmál, sem vill Akureyri og Akureyringum vel, opnaði vefsíðuna pollurinn.net í gær. Þar verða birtar greinar um málefni líðandi stundar, landsmálin eða heimsmálin eftir atvikum, sjónarmið Akureyringa verða jafnan höfð í öndvegi en hópurinn telur allt of algengt að umræða hérlendis fari fram af sjónarhóli höfuðborgarsvæðisins. Í hópnum er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og einnig óflokksbundnir, eins og t.d. Ragnar Sverrisson kaupmaður, sem verið hefur áberandi í umræðunni síðustu misseri. Á myndinni eru þrír úr hópnum, Jón Ingi Cæsersson, Ragnar og Lára Stefánsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar