Rauði krossinn í Kópavogi
Kaupa Í körfu
Samskipti við fólk er mitt helsta áhugamál. Ég stunda líkamsrækt og lestur góðra sakamálasagna er í miklu uppáhaldi. Allir viðburðir, sem tengjast mat, eru áhugaverðir í mínum huga og auk þess hef ég lengi haft áhuga á ýmsum velferðarmálum. Frítíma minn um þessar mundir nota ég svo til að byggja upp sál og líkama, hvíla mig og vinna í íbúðinni sem ég og kærastinn minn erum að gera upp," segir Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, sem stendur fyrir fatamarkaði MK-nema á morgun til styrktar unglingum í Mósambik. Ingunn Ásta hóf störf hjá Kópavogsdeild Rauða krossins um miðjan ágúst sl. eftir að hafa útskrifast með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún segir námið nýtast sér vel í nýja starfinu, sem var auglýst samfara verkefnaaukningu deildarinnar. MYNDATEXTI Verkefnastjórinn Ingunn Ásta Sigmundsdóttir hefur verið að undirbúa fatamarkað með MK-ingum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir