Hvalur 9 kominn í Reykjavíkurhöfn fyrir veturinn

Brynjar Gauti

Hvalur 9 kominn í Reykjavíkurhöfn fyrir veturinn

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR hafa átt í óformlegum viðræðum við Japana um fyrirkomulag á mögulegum innflutningi hvalkjöts til Japans. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir þó að ekki sé um að ræða beinar viðræður um innflutning, enda sé það ekki stjórnvalda að semja um sölu á hvalkjöti. Hins vegar hafi verið rætt um það hvernig íslenskt hvalkjöt geti fallið inn í sölukerfi Japana, og strangt eftirlit þeirra með því að um lögmætar afurðir sé að ræða. MYNDATEXTI: Kominn í stæðið - Hvalur 9 er kominn aftur í gamla stæðið sitt innan við hina gömlu hvalbátana við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Báturinn gegndi hlutverki sínu vel þótt langt væri síðan hann var síðast notaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar