Einar Falur og Helgi Þorgils

Ragnar Axelsson

Einar Falur og Helgi Þorgils

Kaupa Í körfu

Þetta vatt upp á sig út frá tiltölulega óskipulagðri byrjun. Samvinnan kemur einfaldlega til af því að við erum félagar og hittumst reglulega." Þannig svarar myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson þegar hann er spurður út í forsögu samstarfssýningar sem hann og ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson opna í dag í galleríinu Animu. "Við höfum þekkst lengi og gerum margt saman, eins og að veiða og meira að segja hnýta flugur," heldur Helgi áfram. Einar kinkar kolli og skilgreinir samverustundir þeirra Helga með einni setningu: "Við nördumst mikið saman." MYNDATEXTI: Samvinnuverk - Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson fóru saman um að Skarði á Skarðsströnd fyrir tveimur árum með það að markmiði að fanga hversdagsstemningu staðarins, hvor í sinn miðilinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar