Einar Hákonarson sýnir í Gallerí Fold

Eyþór Árnason

Einar Hákonarson sýnir í Gallerí Fold

Kaupa Í körfu

VORTISISMI er myndlistarstefna sem sjaldan er nefnd í yfirlitsritum um módernisma 20. aldar, enda lifði hún eingöngu í 2 ár og eina sýningu árið 1914. Vortisismi er fyrsta breska liststefna módernismans en henni svipar til fútúrisma nema hvað listamennirnir leituðust við að sýna tilfinningalegt ástand. Vortisismi gekk út á tíma og hreyfingu í mynd og þótt sumir listamannanna snérust síðan gegn formrænu vortisismans og í átt til tjástíls héldu þeir nokkru trygglyndi við hreyfingu í mynd. MYNDATEXTI: Hreyfingar í mynd . Fígúrur renna saman við umhverfi en birtast manni innan um áköf efnistök, segir meðal annars í umsögn um sýninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar