Matarsendiherrar

Matarsendiherrar

Kaupa Í körfu

NÝ norræn matargerð og neytendavernd var efni morgunverðarfundar Rannís og Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar í gær. Þar voru m.a. kynntir styrkir til verkefna sem miða að nýsköpun og auknu samstarfi matvæla-, ferða- og afþreyingariðnaðar og til að efla svæðisbundna verðmætasköpun. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn og sagði að sér hafi veist sá mikli heiður að útnefna sendiherra matvælanna á Norðurlandaþingi á dögunum. Nýrri samstarfsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, sem hefur þann tilgang að varpa ljósi á fjölbreytta möguleika til verðmætasköpunar sem felast í matvælaframleiðslu Norðurlandanna, var hrundið úr vör 1. nóvember sl. Guðni sagði tilganginn vera að auka samstarf landanna í matvælaframleiðslu, matreiðslu og jafnframt að tengja þetta verkefni sviðum ferðaþjónustu, heilbrigðis, byggðaþróunar, menningar, rannsókna og viðskipta. MYNDATEXTI Guðni Ágústsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar