Kögunarhóll

Sigurður Jónsson

Kögunarhóll

Kaupa Í körfu

Ég hef hugsað lengi um þetta og hvernig megi vekja athygli á því hversu margir hafa slasast á þessari leið. Ég hrekk alltaf við þegar ég heyri í fréttum að það hafi orðið slys. Hverju slysi tengist nefnilega fjöldi fólks. Við hjónin fengum mikinn stuðning víða að þegar við fórum að hreyfa við þessari hugmynd," segir Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður sem ásamt konu sinni Sigurbjörgu Gísladóttur hafði forgöngu um að reisa 52 krossa við Kögunarhól í Ölfusi til að minnast þeirra sem látist hafa í bílslysum á Suðurlandsvegi. Á síðustu sextán árum hafa orðið 2576 umferðaróhöpp og slys og í þeim hafa 1222 slasast MYNDATEXTI Krossar reistir Hannes Kristmundsson og kona hans, Sigurbjörg Gísladóttir, reisa fyrsta krossinn við Kögunarhól ásamt fjölskyldumeðlimum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar