Brúðkaup

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Brúðkaup

Kaupa Í körfu

Hófstilltir brúðkaupssiðir og látlausar veislur eru sérstakt einkenni íslenskra hjónavígslna, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Svokölluð stofubrúðkaup tíðkuðust hérlendis fram yfir miðja síðustu öld þar sem nýtnin og hagsýnin var allsráðandi. "Það má segja að stofubrúðkaupin hafi verið ákaflega íslenskt fyrirbæri," segir Hanna Rósa Sveinsdóttir, safnvörður á Minjasafni Akureyrar en þar fer senn að ljúka sýningu sem fjallar um brúðkaupssiði fyrr og nú. "Þá gifti presturinn brúðhjónin heima í stofu hjá sér eða öðru hvoru þeirra en þessi háttur var algengastur á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir hana miðja. Viðhöfnin var lítil, kannski bara kaffi hjá foreldrum brúðarinnar fyrir allra nánustu ættingja. Það var ákveðið látleysi og ekkert bruðl enda þótti hreinlega ekki við hæfi að hafa mikið við." MYNDATEXTI Skæði Tískan í skóm hefur breyst í áranna rás. Þessir eru frá því um 1880, frá 1965, 1976, 1984 og 2004.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar