Daníel Ágúst og hljómsveit

Sverrir Vilhelmsson

Daníel Ágúst og hljómsveit

Kaupa Í körfu

Verslunin Liborius er til húsa á Mýrargötu, gegnt Slippnum, í húsnæði er eitt sinn hýsti netagerð. Það eru Jón Sæmundur Auðarson, sem kenndur hefur verið við Dead, og Hrafnhildur Hómgeirsdóttir sem sjá um rekstur búðarinnar, en nafnið vísar til prússnesks ættarnafns sem amma Jóns bar. Jón lýsti því í viðtali við Morgunblaðið í sumar að þegar innviðir búðarinnar voru hannaðir hefði verið gert ráð fyrir því að auðvelt yrði að rýma hana fyrir listrænar uppákomur, t.a.m. tónleika. Í dag hefst einmitt ný tónleikaröð í Liborius, en sérstakt svið var byggt í búðinni fyrir slíkt. Er það Daníel Ágúst sem ríður á vaðið ásamt rokksveit sinni en tónleikarnir hefjast klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. MYNDATEXTI Rokkpúkinn Daníel Ágúst ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er þeim Borgari Magnasyni, Magnúsi Ingibergssyni, Bjarna Gríms og Þorgeiri Guðmundssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar