Þorsteinn Guðmundsson

Einar Falur Ingólfsson

Þorsteinn Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Nýhil-liðar hafa löngum látið raust sína gjalla um ljóðið, stöðu þess, verðlagningu, framleiðslu, framleiðendur og framtíð. Ferskt er í minni þegar Þorsteinn frá Hamri svaraði í Lesbók kröftugri yfirlýsingu Eiríks Arnar Norðdahl um hlutverk bókmenntafélagsins Nýhils í menntaskólablaðinu Verðandi. Þar fer Eiríkur mikinn og gagnrýnir einna helst of hátt verð á ákveðnum ljóðabókum. Hann nefnir þar sem dæmi ljóðabækur eftir Þorstein frá Hamri og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Vill hann halda því fram að slík verðlagning stuðli að þeirri ranghugmynd að ljóðlistin sé "fyrir hina fáu, og eigi að vera fjarlæg og hana eigi ekki að vera hægt að nálgast". Eiríkur segir síðan að Nýhil sé viðbragð við þessu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar