Snjókoma á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Snjókoma á Akureyri

Kaupa Í körfu

LÍKUR eru á því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verði opnað almenningi um næstu helgi, í fyrsta skipti í vetur. Keppnisfólk hefur æft uppi í Strýtu síðustu vikur, Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður svæðisins, er bjartsýnn fyrir hönd almennings en þorir þó ekki að slá neinu föstu. "Ég verð að minnsta kosti ekki í fríi um næstu helgi!" var það næsta sem Guðmundur Karl vildi spá um það að hægt yrði að opna skíðasvæðið þá, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Kveðst þó bjartsýnn. MYNDATEXTI: Snjór Úrkoma var nokkur í gær og betur þegin í fjallinu en niðri í bæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar