Þórsbakarí Ármúla

Þórsbakarí Ármúla

Kaupa Í körfu

Matreiðslumeistarinn Ragnar Kristinsson og bakarameistarinn Gústav Bergmann Sverrisson hafa nú tekið höndum saman um rekstur Þórsbakarís, sem hefur að geyma bakarí, kaffihús, veitinga- og veisluþjónustu undir heitinu Þórsbakarí, café og bistró. Bakaríið, sem er til húsa í Ármúla 21 í Reykjavík, tekur allt að sextíu manns í sæti, en auk bakarís og nýlenduvara er boðið upp á matseðil með rétti dagsins, matarmikil salöt, súpur, smurbrauð, beyglur og margt fleira. MYNDATEXTI: Krásirnar - Skinkubeygla, kjúklingasalat, maltbrauð með heitri lifrarkæfu og brie-beygla verða að teljast sannkallaður herramannsmatur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar