Samningur Eyktar og Hveragerðis

Sigurður Jónsson

Samningur Eyktar og Hveragerðis

Kaupa Í körfu

Hveragerði | Hveragerðisbær og verktakafyrirtækið Eykt ehf. hafa gengið frá viðaukasamningi sem kveður á um skil á landi til Hveragerðisbæjar verði ekki af framkvæmdum á svæðinu austan Varmár eða þær gangi ekki eftir með þeim hætti sem aðilar hafa orðið ásáttir um. Eigi síðar en 2023 skal Hveragerðisbæ hafa verið afsalað öllu landi sem samkvæmt deiliskipulagi fer undir íbúðarlóðir sem þá eru enn óbyggðar eða á annan hátt ónotaðar. Á sama tíma verði afsalað til bæjarins því landi sem samkvæmt skipulagi fer til almenningsþarfa, þ.e. undir götur, leiksvæði, opin svæði eða útivistarsvæði. Í lok árs 2028 skal Hveragerðisbæ afsalað öllum atvinnulóðum sem þá eru enn óbyggðar. MYNDATEXTI: Samið að lokum - Uppbygging austan Varmár í Hveragerði var innsigluð með kröftugu handabandi að lokinni undirritun viðaukasamningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar