Frystigeymsla í Gnoðarvogi

Ragnar Axelsson

Frystigeymsla í Gnoðarvogi

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ var allt tómt, búið að tæma öll hólf og bara skítafýla þarna inni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, en hann var viðstaddur þegar fulltrúar KB banka fóru í fyrsta sinn inn í húsakynni frystihólfaleigunnar í Gnoðarvogi nú í vikubyrjun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag eignaðist KB banki húsnæðið með formlegum hætti sl. fimmtudag eftir að fyrri eigendur, Gnoðarvogur ehf. sem var leigusali NÍ, misstu það á uppboð vegna vanskila, en KB banki var stærsti kröfuhafinn. MYNDATEXTI: Skipt um lás - Fyrri eigendur stóðu ekki við loforð um að skila lyklum og því var skipt um lás í vikubyrjun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar