Golf ehf. samningur um byggingu golfvallar

Jón H. Sigurmundsson

Golf ehf. samningur um byggingu golfvallar

Kaupa Í körfu

Þorlákshöfn | Golf ehf. og Sveitarfélagið Ölfus undirrituðu nýlega samning um kaup Golf ehf. á 336 hekturum lands á söndunum austan við Þorlákshöfn. Kaupverðið er 70 milljónir króna. Á svæðinu er fyrirhugað að byggja glæsilegan 18 holu golfvöll sem hlotið hefur vinnuheitið "Black Sand". Það er stórkylfingurinn Nick Faldo sem hannað hefur völlinn ásamt arkitektum sínum, Steve Smyers og Patrick Andrews. Fyrir hönd seljenda ritaði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri undir samninginn en Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsi, og Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfs ehf., undirrituðu samninginn fyrir hönd kaupenda. Fasteignasalan Hóll sá um kaupin. MYNDATEXTI: Samið - Haraldur L. Haraldsson, Margeir Vilhjálmsson, Franz Jezorski, Ólafur Áki Ragnarsson og Jón Hólm Stefánsson gengu frá samningum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar