Alþingi

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR eiga að taka forystu í baráttunni gegn sjóræningjaveiðum, sagði utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, á Alþingi í gær, en þá flutti hún skýrslu sína um utanríkismál. Umræður um utanríkismál fóru fram á Alþingi í allan gærdag. Ráðherra kom víða við í ræðu sinni, en stjórnarandstæðingar gagnrýndu hana helst fyrir að minnast ekki á málefni Íraks, Afganistans né heldur deilur Ísraels og Palestínu. MYNDATEXTI: Utanríkismál - Þingmenn ræddu skýrslu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um utanríkismál í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, hlusta á umræðurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar