Finnur Friðriksson

Skapti Hallgrímsson

Finnur Friðriksson

Kaupa Í körfu

FINNUR Friðriksson aðjúnkt við kennaradeild Háskólans á Akureyri telur hversdagsmál hér á landi standa vel. Sleggjudómar virðist innistæðulitlir og byggist meira á ótta við erlend áhrif og þeirri viðteknu skoðun að íslenska eigi að vera hrein og óbreytanleg, sem verði til þess að fólk hnjóti um minnstu frávik. Þetta kom fram í erindi Finns í Háskólanum á Akureyri í gær, í tilefni Dags íslenskrar tungu. Finnur hefur rannsakað talmálsupptökur, alls 20 klukkustundir af 30 sem hann tók upp; samtöl fólks, tveggja til fjögurra í senn, við eðlilegar aðstæður. Tekið var upp heima hjá fólki en hann var ekki viðstaddur; skildi upptökutækið eftir til þess að trufla ekki samtölin. MYNDATEXTI: Slettur og slangur - Finnur Friðriksson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar