Starrar á Seltjarnarnesi

Starrar á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

FJÖLDI starra gerir sig heimakominn í höfuðborginni. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Seltjarnarnes rakst hann á þennan tignarlega hóp starra sem þaut vængjum þöndum um loftið. Starri þykir fallegur fugl, en býsna mikill spaugfugl, því hann er hermikráka og hermir auðveldlega eftir hljóðum og söng annarra fugla. Hann hefur í gegnum tíðina leikið margan manninn grátt með því að herma eftir vorboðanum ljúfa og boða ótímabært sumar..

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar