Ólafur, Ragnheiður og Kjartan

Eyþór Árnason

Ólafur, Ragnheiður og Kjartan

Kaupa Í körfu

"VIÐ erum afskaplega ánægð með að þetta sé komið í þennan farveg," segir Ólafur Hilmar Sverrisson um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka þátt í kostnaði við lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna í 5.-10. bekk, en eldri fötluðum grunnskólabörnum hefur fram að þessu ekki staðið til boða lengd viðvera. Sonur Ólafs og Ragnheiðar Gunnarsdóttur, Kjartan, er 9 ára og stundar nám í 4. bekk í Foldaskóla. Kjartan er með Downs-heilkenni og insúlínháða sykursýki. Í viðtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði lýsti Ólafur því að stæði syni hans ekki til boða lengd viðvera frá og með næsta hausti, þegar Kjartan byrjar í 5. bekk, neyddist annað hvort hann eða kona hans til að minnka við sig vinnu til þess að annast um son sinn. MYNDATEXTI Ólafur Hilmar og Ragnheiður ásamt syni sínum Kjartani

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar