Snjór í Reykjavík
Kaupa Í körfu
SNJÓKOMAN á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins virtist koma mörgum borgarbúum algjörlega í opna skjöldu. Snemma um nóttina tepptust götur og var ekki farið að moka þær fyrr en upp úr klukkan sex um morguninn en eftir það voru vinnuvélar á vegum annars vegar Vegagerðarinnar og hins vegar framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á fullu við að ryðja stofnæðar borgarinnar og strætisvagnaleiðir en fæstar íbúðargötur höfðu verið ruddar um kvöldmatarleytið í gær. Nokkuð var um það að bílar sætu fastir og hefðu verið yfirgefnir og tafði það mokstur eitthvað. Alls urðu hátt í tuttugu umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu sem rekja má til færðar. MYNDATEXTI: Skemmtilegt - Á meðan sumir blótuðu eflaust snjónum í borginni í gær, fastir í snjóskafli á illa búnum bílum, voru aðrir úti að búa til snjókarla með bros á vör. Þeirra á meðal voru þessir kátu strákar, Arnar Jósepsson, Skarphéðinn Mathieu Jouanne, Andri Fannar Kristjánsson og Halldór Dagur Jósepsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir