Snjór í Reykjavík

Snjór í Reykjavík

Kaupa Í körfu

SNJÓKOMAN á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins virtist koma mörgum borgarbúum algjörlega í opna skjöldu. Snemma um nóttina tepptust götur og var ekki farið að moka þær fyrr en upp úr klukkan sex um morguninn en eftir það voru vinnuvélar á vegum annars vegar Vegagerðarinnar og hins vegar framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á fullu við að ryðja stofnæðar borgarinnar og strætisvagnaleiðir en fæstar íbúðargötur höfðu verið ruddar um kvöldmatarleytið í gær. Nokkuð var um það að bílar sætu fastir og hefðu verið yfirgefnir og tafði það mokstur eitthvað. Alls urðu hátt í tuttugu umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu sem rekja má til færðar. MYNDATEXTI: Skemmtilegt - Á meðan sumir blótuðu eflaust snjónum í borginni í gær, fastir í snjóskafli á illa búnum bílum, voru aðrir úti að búa til snjókarla með bros á vör. Þeirra á meðal voru þessir kátu strákar, Arnar Jósepsson, Skarphéðinn Mathieu Jouanne, Andri Fannar Kristjánsson og Halldór Dagur Jósepsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar