Snjór í Reykjavík

Snjór í Reykjavík

Kaupa Í körfu

VIÐ vissum að það væri spáð snjókomu, en það datt engum í hug að það yrði allt ófært í Reykjavík. Enda bauð veðurspáin ekki upp á það," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri sem hefur yfirumsjón með snjóhreinsun og saltdreifingu á götum Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að alla daga vikunnar nema sunnudaga sé menn komnir af stað kl. þrjú á nóttunni við að ryðja götur og bera á þær salt. Á sunnudögum sé hins vegar fyrst farið af stað kl. sex. Segir hann menn hafa verið kallaða út klukkutíma fyrr en venjulega í gærmorgun þegar ljóst var í hvað stefndi og þá verið sendir af stað tíu bílar auk þess sem kallaðar hafi verið til 12-15 aukavinnuvélar.MYNDATEXTI: Á kafi - Jón Eggert Hallsson var einn þeirra Reykvíkinga sem þurfti að grafa bílinn út úr snjóskafli. Hliðargötur voru ekki allar ruddar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar