Snjókarlagerð í borginni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Snjókarlagerð í borginni

Kaupa Í körfu

MIKIL snjókoma á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags virtist koma mörgum borgarbúum í opna skjöldu. Snemma nætur tepptust götur og þegar mokstur á þeim hófst í morgunsárið var talsverður fjöldi bíla fastur í sköflum og tafði það nokkuð hreinsunarstarf. Af þessum sökum var mikið annríki hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og bárust þeim um tvö hundruð beiðnir um aðstoð á rétt rúmum hálfum sólarhring. Voru verkefnin af ýmsum toga, en tengdust flest umferð og bílum sem fastir voru í snjó. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu urðu allt að tuttugu umferðaróhöpp sem rekja mátti til færðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar