Valur - ÍBV 23:25

Valur - ÍBV 23:25

Kaupa Í körfu

ÓÐAGOTIÐ reyndist afdrifaríkt að Hlíðarenda í gækvöldi þegar Eyjastúlkur sóttu Val heim.Valur var í öðru sæti deildarinnar og gat tekið efsta sætið af ÍBV, sem þó á þrjá leiki til góða en Valur vann fyrsta leik liðanna í deildinni, eina leiknum sem ÍBV hefur tapað í vetur. Það var því mikið í húfi enda bar leikurinn þess merki, taugar voru þandar aðeins meira en þær þoldu, mistök í sókn voru mýmörg svo að úrslit ultu á hvort liðið gerði færri mistök. Úrslit réðust því ekki fyrr en á endasprettinum þegar Eyjastúlkur voru aðeins yfirvegaðri og unnu 25:23. MYNDATEXTI: Alla Gokorian skýtur að marki Vals en til varnar eru Drífa Skúladóttir, Anna María Guðmundsdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar