Jökulsá á Fjöllum

Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Jökulsá á Fjöllum

Kaupa Í körfu

SKJÁLFTAVATN hefur hækkað um meira en einn metra frá því krapastífluð Jökulsá á Fjöllum rauf varnargarð og byrjaði að renna inn í vatnið. Jökulvatnið hefur flætt yfir veg niður að eyðibýlum, fellt girðingar og spillt gróðri. MYNDATEXTI: Stífluð - Varnargarðurinn sem á að koma í veg fyrir að Jökulsá á Fjöllum renni út í Skjálftavatn er um 3½ metri á hæð. Í gær stóðu aðeins um 20-30 sentímetrar af garðinum upp úr og á 40-50 metra bili hafði áin rofið skarð í garðinn. Ástæðan fyrir þessu er krapastífla neðar í ánni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar