Hóstamixtúra sérblönduð í Árbæjarapóteki

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hóstamixtúra sérblönduð í Árbæjarapóteki

Kaupa Í körfu

SEM-MIXTÚRA er hóstasaft sem hægt er að nálgast gegn lyfseðli í Árbæjarapóteki, og hvergi annars staðar. Saftin er nefnilega blönduð á staðnum upp á gamla móðinn. "Þetta er gömul og góð uppskrift sem er búin að vera í gangi áratugum saman," segir Kristján Steingrímsson apótekari sem undirstrikar að mixtúran sé lyfseðilsskyld. "Öll apótek blönduðu þessa hóstasaft á árum áður en nú eru flestir hættir slíkri framleiðslu. Þetta er því angi af gömlum tíma." Hann segir mixtúruna hafa ýmsar verkanir. Til að mynda sé meira af hóstastillandi efnum í henni en þeim sem fást í lausasölu auk mýkjandi og ofnæmisbælandi efna svo eitthvað sé nefnt. "Saftin er gefin við langvinnum hósta þegar annað hefur ekki dugað og sömuleiðis er henni stundum vísað á fólk sem er með krónískan hósta af einhverjum ástæðum." MYNDATEXTI: Gegn kvefpestum - Hóstamixtúran sérblandaða er lyfseðilsskyld

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar