Páll Ásgeir og Rósa

Páll Ásgeir og Rósa

Kaupa Í körfu

Bakpokaferð á Hornstrandir kveikti ódrepandi ferðabakteríu með hjónunum Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Þau sögðu Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur frá tjaldlífinu þar sem flatskjáir og föstudagsumferð eru órafjarri. Við erum bæði forvitin að eðlisfari og langskemmtilegast er að fara í leiðangur þar sem við höfum lesið okkur til, talað við heimamenn og gert okkur einhverjar hugmyndir um hvernig leiðin lítur út," segja Páll Ásgeir og Rósa yfir kaffibolla sem reiddur er fram í glerherbergi í höfuðstöðvum Morgunblaðsins. Náttúran er þó ekki langt undan því út um gluggana blasir ísi lagt Rauðavatnið við. MYNDATEXTI: Samstillt - "Hluti af ánægjunni við ferðirnar felst í að treysta félaga sínum fullkomlega," segja Páll Ásgeir og Rósa sem hefur ekki ennþá dottið í hug að fara í tjaldferð án hvors annars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar