Skólakrakkar í heimsókn á Alþingi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skólakrakkar í heimsókn á Alþingi

Kaupa Í körfu

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis er að kanna leiðir til þess að fólk sem býr í atvinnuhúsnæði njóti sömu réttinda og þeir sem búa í öðru húsnæði, að sögn Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar. Kom þetta fram í umræðum á Alþingi í gær, en þá voru rædd málefni fólks sem býr í iðnaðarhúsnæði. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var málshefjandi umræðunnar. Hann gerði umfjöllun Stöðvar 2, síðustu daga, að umtalsefni, en þar hafi m.a. komið fram að fleiri hundruð manns búi í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sé ekki skráð með lögheimili, auk þess sem margt bendi til þess að húsnæðið sé ekki samþykkt sem vistarverur fyrir fólk. Stór hluti þeirra sem búi í umræddu húsnæði sé erlendir ríkisborgarar. MYNDATEXTI: Heimsókn á Alþingi - Skólakrakkar fylgdust með umræðum á Alþingi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar