Barnaheill

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnaheill

Kaupa Í körfu

VIÐURKENNING Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra var afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á mánudaginn. Að þessu sinni féllu verðlaunin í skaut Anh-Dao Tran sem stýrir verkefninu "Framtíð í nýju landi". Áður hafa Barnahús, Hringurinn Velferðarsjóður barna á Íslandi og Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir á BUGL hlotið viðurkenningu Barnaheilla. Anh-Dao kom sem flóttamaður með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1975. Hún var þá á unglingsaldri. Hún lauk meistaranámi í kennslu heyrnarskertra frá Teachers College við Columbiaháskólann í New York. Hún kom fyrst til Íslands árið 1980, en hefur átt hér lögheimili síðan 1984. Hún kenndi fyrst við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík, en starfaði næstu ellefu árin við enskukennslu, aðallega við skóla í Borgarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar