Faxaflói

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Faxaflói

Kaupa Í körfu

ÞRÁTT fyrir að fönnin virðist á undanhaldi er enn kuldalegt um að litast við rætur Esju og ekki útlit fyrir breytingar á næstunni. Þrátt fyrir að lítið væri um báta lét skipstjórinn á smábátinum Bjargfugli RE-55 frostið þó ekki stöðva sig og hélt til veiða út á Faxaflóa í gærdag. Ekki fylgdi sögunni hvernig bar í veiði en miðað við fuglagerið sem bátnum fylgdi þann tíma sem ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með hefur fengurinn verið ágætur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við að aðeins bæti í vind frá því í gær og vindátt snúist í norðaustur, 5-8 metra á sekúndu. Bjart verður yfir höfuðborginni alla helgina og frost frá einni gráðu til fimm.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar