Effie-verðlaunin veitt

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Effie-verðlaunin veitt

Kaupa Í körfu

EFFIE-verðlaunin voru afhent öðru sinni í gær með viðhöfn á Nordica hóteli af Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, stendur fyrir verðlaununum, sem veitt eru fyrir auglýsingaherferðir og auglýsinga- og kynningarefni. Voru þau fyrst afhent árið 2003. Valið stóð á milli 17 tilnefninga í tveimur flokkum. Í flokknum vörur voru veitt tvenn gullverðlaun, annars vegar til Auglýsingastofunnar H:N markaðssamskipta og Bernhard fyrir herferð um Honda CRV 4x4 bifreið og hins vegar til Íslensku auglýsingastofunnar og P. Samúelssonar fyrir herferð um Toyota Aygo-bifreið. MYNDATEXTI Effie Fulltrúar ENNEMM og Lottó taka við Effie-verðlaunum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar