Páll Bergþórsson veðurfræðingur

Páll Bergþórsson veðurfræðingur

Kaupa Í körfu

Páll Bergþórsson er fæddur í Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923 og er því áttræður í dag. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og Menntaskólann í Reykjavík, en þaðan varð hann stúdent 1944. Páll var tvo vetur við verkfræðinám í verkfræðideild Háskóla Íslands og eftir það tvo vetur í Stokkhólmi við veðurfræðinám og lauk þaðan prófi 1949. Hann var veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands frá 1949, deildarstjóri veðurfræðideildar frá 1982 og veðurstofustjóri 1989 til ársloka 1993.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar