Kaffibolli

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Kaffibolli

Kaupa Í körfu

Í MIÐBORG Reykjavíkur má finna ótal tegundir kaffihúsa sem gott er að kíkja inn á til að ylja sér þegar napurt er úti. Meira að segja matvöruverslunin 10-11 í Austurstræti býður upp á nokkurs konar kaffikrók þar sem hægt er að dreypa á kaffi og kíkja í dagblöð dagsins. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá sat Maher Doghly, ásamt fleirum, þar í makindum og yljaði sér við kaffið áður en hann hélt á nýjan leik út í íslenskan veruleika.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar