Baugur kærir - Héraðsdómur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Baugur kærir - Héraðsdómur

Kaupa Í körfu

YFIRMAÐUR efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fékk í gær viku frest til að leggja fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kæru verjenda fimm einstaklinga sem tengjast Baugi Group ehf. Málið tengist rannsókn embættisins á meintum skattalagabrotum þeirra sem kæra. Fimmmenningarnir krefjast þess að héraðsdómur úrskurði að rannsókn á meintum skattalagabrotum þessara einstaklinga sé ólögmæt, en til vara að forsvarsmenn embættis ríkislögreglustjóra, þeir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrotadeildar, víki sæti í málinu. MYNDATEXTI: Vanhæfi - Verjendur fimmmenningana, þau Gestur Jónsson (t.v.), Kristín Edwald og Þórunn Guðmundsdóttir, báru saman bækur sínar í réttarsal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar