Háhyrningar á fuglaveiðum

Morgunblaðið/Andrés Skúlason

Háhyrningar á fuglaveiðum

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Háhyrningar eru stundum kallaðir úlfar hafsins. Þeir eru mjög útsjónarsamir við veiðarnar, fara um í smærri hópum og gera skipulagðar árásir. Háhyrningar eru líka miklir tækifærissinnar í fæðuvali. Í maga þeirra hafa m.a. fundist leifar fjölmargra tegunda af fiskum, selum og sæljónum, hvölum, bæði stórra og smárra, og leifar annarra háhyrninga. MYNDATEXTI: Veiðiklækir - Sjómenn verða varir við fuglaveiðar hjá háhyrningum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar