Todmobile

Brynjar Gauti

Todmobile

Kaupa Í körfu

Í kvöld mun hljómsveitin Todmobile stíga á svið frammi fyrir alþjóð og halda útgáfutónleika í beinni útsendingu úr sjónvarpssal Ríkisútvarpssins. Verða þar flutt lög af nýju plötunni Ópus 6 ásamt þekktum lögum frá langri sögu Todmobile. Þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafa nýlokið æfingu í hljóðveri Þorvaldar í Kópavoginum þegar blaðamann ber að garði. Það virðist liggja nokkuð vel á þeim og ekki laust við að það sé ákveðin spenna í loftinu enda ekki á hverjum degi sem menn halda útgáfutónleika í beinni útsendingu. MYNDATEXTI: Ópus 6 - Todmobile með þeim Eyþóri, Andreu og Þorvaldi Bjarna stígur á stokk í sjónvarpssal í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar