Heimsmet sett í Egilshöll

Heimsmet sett í Egilshöll

Kaupa Í körfu

BANDARÍKJAMAÐURINN Ashrita Furman setti heimsmet í Egilshöll í gær þegar hann bar 80 kg mann á bakinu einnar mílu vegalengd á 13 mínútum og 1 sekúndu. Metið verður skráð í Heimsmetabók Guinness og í gær lá leiðin í Smáralindina til að reyna við annað heimsmet í sérstöku boltakasti þar sem Furman átti að hanga á fótunum í þar til gerðri slá. Þess má geta að við míluhlaupið í Egilshöll bætti Furman 7 kg lóðum utan á sig til að þyngja byrðarnar svo að þær yrðu jafnþungar honum sjálfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar