Dóra Lúðvíksdóttir

Dóra Lúðvíksdóttir

Kaupa Í körfu

Dóttir Lúðvíks Gizurarsonar, Dóra, hefur ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo að faðir hennar fái úr því skorið hver var faðir hans. Agnes Bragadótt ir ræddi við Dóru um baráttu föður hennar og hvað fékk hana til þess að stíga fram og segja sögu fjölskyldunnar. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður hefur um langa hríð háð baráttu fyrir því að fá úr því skorið hvort Hermann heitinn Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, faðir Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Upphafleg krafa hans var sú að lífsýni úr honum sjálfum, Dagmar, móður hans og Hermanni væru borin saman til þess að skera úr um hvort Hermann væri faðir hans og síðar að blóðsýni úr honum og börnum Hermanns væru borin saman. MYNDATEXTI: Dóttirin - Dóra Lúðvíksdóttir segir að ósk föður hennar, Lúðvíks Gizurarsonar um að fá úr því skorið, hver hafi verið faðir hans, sæki æ meira á hann og hún telji það einfaldlega vera sjálfsögð mannréttindi að hann fái úr því skorið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar