Airbus í Keflavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Airbus í Keflavík

Kaupa Í körfu

ORÐSTÍR roksins á Keflavíkurflugvelli berst víða og flugvélaframleiðendur sem eru að reynslufljúga nýjum tegundum eru einstaklega ánægðir með Keflavíkurflugvöll vegna brautarlegu hans, en þar eru tvær 3 km langar flugbrautir sem snúa þvert á hvor aðra. Einnig er ekki mjög mikil umferð um flugvöllinn nema á tilteknum álagstímum. Það er samt ekki á hverjum degi sem stærsta farþegaflugvél í heimi lendir á Keflavíkurflugvelli, en í gær kom Airbus A380-vél hingað til lands til þess að æfa mætti aðflug í hliðarvindi. Miðað er við að A380-flugvélarnar geti flutt 500-600 farþega og er farþegarýmið á tveimur hæðum, en enn er þess beðið að þær fari í almenna framleiðslu og sölu. Airbus A380-vélin er svo stór að ytri hreyflar hennar ná út á brún flugbrautanna og sópa þar upp ryki og grjóti, sem síðan þarf að sópa burt. Var brautin sópuð a.m.k. fjórum sinnum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar