Kveikt á jólatrénu við Austurvöll
Kaupa Í körfu
VÍÐA var kveikt á jólatrjám á opinberum stöðum nú um helgina. Í gær var einnig Alþjóðadagur fatlaðra. Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan 16.00 í gær að viðstöddu fjölmenni. Rúm hálf öld er nú liðin frá því að Norðmenn færðu Íslendingum fyrst grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll var höggvið í Finnerud í Sørkedalen fyrir utan Ósló og er rúmlega 12 metra hátt. Dagskráin á Austurvelli hófst með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur og svo söng Dómkórinn. Þá færði Guttorm Vik, sendiherra Noregs, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. MYNDATEXTI: Skraut - Kertasníkir, órói úr burstuðu stáli, skreytir tréð auk ljósanna. Kertasníkir verður seldur til styrktar Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir