Storm í banastuði í Laugardalshöll

Storm í banastuði í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

SKO; þetta voru ekki leiðinlegir tónleikar. Magni sýndi t.a.m. flotta takta í flutningi á gamla Deep Purple/Kula Shaker-smellinum "Hush" og stemningin reis líkast til hæst þegar "Smells Like Teen Spirit" var leikið og sungið af öllum þeim krafti sem býr í þeirri furðulega vel heppnuðu tónsmíð. Þá sýndi Dilana og sannaði að hún er frábær og fjölhæf söngkona og sjarmerandi á sinn sirkuslega hátt. Toby og Storm skiluðu hins vegar engu sem gæti kallast eftirminnilegt, nema hugsanlega á mælikvarða laugardagskvölds á Ölveri. Josh var einna áhugaverðastur, hóf leikinn með nokkrum frumsömdum lögum sem voru eins konar kassagítars-R&B með alltof mörgum krúsídúllum í söngnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar