Microsoft Vista kynning

Microsoft Vista kynning

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI þess að Opin kerfi Heildsala hefur náð samningum við Microsoft um dreifingu hugbúnaðar til endursöluaðila, líkt og fram kom í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins, var efnt til móttöku í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fyrir helgina. Þar var samkomulagið kynnt formlega nýjum og núverandi endursöluaðilum. Einnig var brugðið á leik og tekin létt keilukeppni og skemmtu gestir sér vel. Opin Kerfi Heildsala eru eini fullgildi innlendi dreifingaraðili fyrir Microsoft-hugbúnað. MYNDATEXTI: Keiluhöllinni - Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ásamt Sverri Jónassyni, framkvæmdastjóra heildsölusviðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar