Jólaskraut

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaskraut

Kaupa Í körfu

Glerið, þetta myndlausa og gagnsæja, stökka efni sem hefur eiginleika bæði fastra efna og vökva, er skemmtilegt jólaskraut. Það er gljáandi og brýtur ljósið oft skemmtilega, sérstaklega kristallar. Glerið er þekkt allt frá dögum Forn-Egypta og dettur aldrei úr tísku. Jólaskraut úr gleri er sérstaklega fallegt en nú er einnig vinsælt plastgler sem ekki er eins brothætt. Því er skemmtilegt að blanda saman með sterkari litum eins og jólarauðum, fjólubláum, hvítum og svörtum sem allir eru vinsælir jólalitir í ár en einnig gylltum og silfruðum. Litirnir og hið gagnsæja skapa saman skemmtilega heildarmynd í jólaskreytingum MYNDATEXTI Hátíðlegir glerenglar, tveir saman í pakka á 990 kr. Home Art.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar