Helgi Ól. ósigrandi í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Helgi Ól. ósigrandi í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

MINNINGARMÓT Ottós Árnasonar hefur unnið sér fastan sess í dagatali skákmanna sem eitt skemmtilegasta mót hvers árs á Íslandi. Undir öruggri forystu Tryggva Leifs Óttarssonar, formanns Taflfélags Snæfellsbæjar, hefur félagið haldið mótið í fimm ár í röð. Fyrir tilstilli öflugra stuðningsaðila á borð við Snæfellsbæ, Hraðfrystihúss Hellissands ehf., Fiskmarkaðs Íslands, Olís, Deloitte, Söluskálann ÓK í Ólafsvík og fleiri öflugra fyrirtækja hefur tekist að laða að marga af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Þessu til viðbótar hefur traust vinátta myndast á milli heimamanna og skákdeildar KR enda formenn félaganna, Tryggvi og Kristján Stefánsson, skemmtilegir menn með afbrigðum. MYNDATEXTI Metþátttaka var á minningarmóti Ottós Árnasonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar