Helgi Ól. ósigrandi í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Helgi Ól. ósigrandi í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

MINNINGARMÓT Ottós Árnasonar hefur unnið sér fastan sess í dagatali skákmanna sem eitt skemmtilegasta mót hvers árs á Íslandi. Undir öruggri forystu Tryggva Leifs Óttarssonar, formanns Taflfélags Snæfellsbæjar, hefur félagið haldið mótið í fimm ár í röð. Fyrir tilstilli öflugra stuðningsaðila á borð við Snæfellsbæ, Hraðfrystihúss Hellissands ehf., Fiskmarkaðs Íslands, Olís, Deloitte, Söluskálann ÓK í Ólafsvík og fleiri öflugra fyrirtækja hefur tekist að laða að marga af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Þessu til viðbótar hefur traust vinátta myndast á milli heimamanna og skákdeildar KR enda formenn félaganna, Tryggvi og Kristján Stefánsson, skemmtilegir menn með afbrigðum. MYNDATEXTI Minningarmót Ottós Árnasonar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra lék fyrsta leik mótsins fyrir Helga Ólafsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar